„Tíminn og vatnið“ eftir Stein Steinarr er eitt af best þekktu ljóðum 20. aldar Íslands. Þetta nafn, „Tíminn og vatnið“ hefur lengi heillað mig án þess þó að ég hafi sérstakan áhuga á hvað Steinn var að hugsa eða velta fyrir sér.

Ef við setjum Stein Steinnar til hliðar og horfum á orðin „tími“ og „vatn“ þá mynda þau samband sem er heillandi að skoða sem bókstaflega hugmynd - án allrar „dýpri merkingar“.  Vatn í sjálfu sér felur í sér mikla hreyfingu því það er sjaldnast án hreyfingar, án tíma, nema þegar vatn er frosið en þá er tíminn fastur í vatninu.

Hér eru litlar tilraunir í hljóði og mynd sem hugsaðar eru til þess að skoða þessa hugmynd um tíma og vatn.